Contact me

Hafa samband

 

         

123 Street Avenue, City Town, 99999

(123) 555-6789

email@address.com

 

You can set your address, phone number, email and site description in the settings tab.
Link to read me page with more information.

Qi Gong

Qi Gong

Hægar og mjúkar hreyfingar er það sem flestir þekkja í qi gong, það sem flestir gera sér ekki grein fyrir er að qi gong getur einnig styrkt vöðva og eflt liðleika ásamt því að veita hugarró og andlega heilun. Hvort sem þú kljáist við veikindi, ert íþróttamanneskja sem vilt efla kraft þinn, stressið farið að taka toll, aldurinn farinn að segja til sín eða vilt einfaldlega auðga þitt daglega líf þá er qi gong eitthvað fyrir þig. 

Hvað er Qi Gong
Qi gong er forn kínversk heilsuæfing sem er samsett af líkamsstöðum/hreyfingum, öndunartækni, hugleiðslu, einbeitingu og andlegum ásetningi. Með langtímaástundun qi gong er hægt að þróa með sér færni til að ná stjórn á sinni lífsorku. Þetta er leiðir okkur í átt að betri líkamlegri og huglægri heilsu. 

Hvað þýðir Qi Gong
Qi (boriðt fram tsí) er yfirleitt þýtt sem lífsorka/lífsafl.
Gong: merkir færni eða stjórn.
Saman: Qi Gong: ræktun orku (cultivating energy).

Fyrir alla
Allir geta lært og stundað qi gong. Grunnæfingarnar er hægt að gera standandi, sitjandi og jafn vel liggjandi. Æfingarnar ná dýpra í hvert skipti sem við gerum þær og eykur þannig líkamlega og andlega vitund um heilsu okkar, sú vitneskja er ómetanleg. Hvort sem þú ert að kljást við veikindi, ert íþróttamanneskja, aldurinn farinn að segja til sín eða vilt auðga þitt daglega líf þá er qi gong þess virði að kanna.

Líkamlegt Jafnvægi
Meginhugmynd qi gong er að skapa jafnvægi og eðlilegt flæði orku um líkamann. qi gong er ein af bestu aðferðunum til að efla líkamlega vitund og öðlast þann hæfileikna að slaka á. Mjúkar hreyfingar qi gong auka hreyfigetu og styrkja tengingu milli heila og líkama. Qi gong styrkir vöðvana og eykur liðleika. 

Andlegt Jafnvægi
Qi gong eykur andlegt jafnvægi og sýnir manni greiða leið að sjálf-heilun. Í kínverskri læknisfræði er talað um 5 element, hvert element hefur tengingu inn á sérstakt tilfiningajafnvægi reiði, gleði, samúð, sorg/missi, ótta. Hægt er að nota qi gong hreyfingar til að losa um tilfiningar sem við höfum ekki getað losað vegna ýmissa aðstæðna og öðlast þar með meira jafnvægi og frið.


Styrkur, Liðleiki og Orka
Heilsureyfingar qi gong má rekja aftur til Daoista og Buddista, þær vinna saman með fornu kerfi kínverskra lækninga sem gerir það að verkum að við náum sem bestum árangri í leið að betra lífi.

Fimm Element Qi gong

Hvað er fimm element qi gong?

Fimm element qi gong er æfingakerf sem samanstendur af 15 hreyfingum. Ásamt því að gera ýmsar heilsubætandi æfingar þá er notast við æfingarnar 15 til þess að koma jafnvægi á líkamlegar og tilfinningalegar festur sem geta orðið í líkamanum.

Notast er við samsetningar af líkamsstöðum/hreyfingum, öndunartækni, hugleiðslu, einbeitingu og  ásetningi sem eykur blóðflæði og kemur jafnvægi á okkar lífsorku (qi). Qi gong æfingarnar eru endurteknar nokkrum sinnum til þess að byggja upp orku og ná henni á þann stað sem þörf er á. Síðan er staðið í hugleiðslustöðu eftir æfingarnar til þess að gera sér grein fyrir orkunni og einbeita sér að því að beina henni á réttan stað, þangað sem við þurfum á henni að halda.
Þegar þessar æfingar eru gerðar reglulega með meðvitaðri öndun og huglægri vitund, þá örva qi gong æfingarnar heilunarorku líkamans og nærir hana svo hún nái yfir allan líkamann. Auk þess að vera góð æfing til að viðhalda góðri heilsu þá er qi gong sérstaklega hentugt æfingarkerfi sem stuðningur fyrir fólk með lítilvægileg eða krónísk veikindi, meiðsli, orkuleysi hvort sem það er vegna lítillar orku eða orkufestum og þeirra sem kljást við andlegra/sálrænna/tilfiningalega erfiðleika. Þessar grunnæfingar er tiltölulega auðveldar að læra og virka sem heilsubót.
Með því að verja tíma í qi gong æfingar leggur þú góðan grunn af betri heilsu í framtíðinni.

Settu heilsuna í forgang