Contact me

Hafa samband

 

         

123 Street Avenue, City Town, 99999

(123) 555-6789

email@address.com

 

You can set your address, phone number, email and site description in the settings tab.
Link to read me page with more information.

Moxibustion Fyrir Sitjandastöðu

Fréttir

Fréttir sem við koma Akupunktur / Nálastungum 

Aldísi S. Sigurðardóttur
Sérfræðing í Akúpunktur / Nálastungum
BSc Hons, Li.Ac. OMBAcC.

Moxibustion Fyrir Sitjandastöðu

Aldis S Sigurdardottir

Moxibuston
Börn í sitjandastöðu

Moxibustion (Moxa) er hluti af aldagamallri kínverskri læknisfræði (Traditional Chinese Medicine) og er notuð af nálastungusérfræðingum og sérfræðingum í austurlenskri læknisfræði um allan heim.

Niðurstöður rannsókna sýna að „moxibustion“ eða „moxa“ sé áhættulaus og árangursrík aðferð til þess að hvetja barn sem er í sitjandastöðu til þess að snúa sér í höfuðstöðu í móðurkviði og er almennt mildari en önnur inngrip sem eru í boði.  

Við þessa aðferð er notast við þurrkaða jurt sem heitir mugwort (Artemisia vulgaris). Hægt er að fá moxa og reyklaust moxa sem eru á stærð við vindla. Flestir kjósa að nota reyklaus moxa þar sem það er 95% reykminna en venjulegt moxa og þar af leiðandi lyktarminna.

Áður en byrjað er skal hafa eftirfarandi við hendina:

  • Moxa

  • Kveikjara eða kerti

  • Glas eða skál fyrir ösku sem kemur af moxanu á meðan kveikt er á því

  • Handklæði til að láta undir fætur ef aska fellur af moxanu

  • Lítið gler ílát (t.d. lítinn kertastjaka) með hráum hrísgrjónum í botninum til að hvolfa moxanu í þegar meðferð líkur.

Moxa_bl67.jpg
BL67_Zhiyin.JPG

Aðferð
Kveikt er í moxa með kveikjara eða kerti þannig að komi glóð. Örvunin felst í því að halda moxa nálægt ytri brún tánagla litlu táa þannig að konan finni fyrir hæfilega miklum hita (ca 1-3 cm frá húð). Gott er að færa það örlítið nær og fjær húðinni á meðan meðferð stendur. Ath. Aldrei skal leggja moxa beint á húð á meðan það er heitt þar sem það getur valdið alvarlegum brunaáverkum á húð!

Með því að örva þennan punkt er verið að ýta undir hreyfingar barns í móðurkviði.  Algengast er að gera þetta á hægri og vinsti tá í 15-20 mín í senn, tvisvar á dag, nema nálastungusérfræðingur mæli með öðru fyrir þig sérstaklega.

Best er að fara í meðferð hjá nálastungusérfræðingi með sérþekkingu á þessari aðferð sem getur í framhaldinu leiðbeint þér (og maka/hjálparaðila) hvernig er best fyrir ykkur að halda áfram að nota moxa heimavið. Ekkert okkar er eins sem þýðir að nálastungusérfræðingurinn getur aðlagað meðferðina að hverri móður og barni. Þannig eru mestar líkur á að ná árangri.

Áhrif
Eðlilegt er að finna fyrir meiri hreyfingum á meðan notast er við moxa og rétt eftir notkun. Þótt fundið er fyrir hreyfingum þá er erfitt fyrir margar að greina hvort að barnið sé komið í höfuðstöðu sérstaklega þar sem algengt er að barnið snúi sér á næturna þegar móðirin er í hvíld. Ef grunur er á að barnið hafi snúið sér þá skal panta tíma hjá ljósmóður til staðfestingar.

Hvenær skal byrja
Rannsóknir sýna að gott sé að byrja á viku 33-34 að nota moxa. Þar með sagt er oft byrjað að nota moxa síðar með mjög góðum árangri.

Rétt er að nefna að alltaf eru líkur á því að barnið snúi sér sjálft án inngrips . Hjá frumbyrjum er oft miðað við að barnið hafi rými til að snúa sér til ca. viku 36-37 en hjá fjölbyrjum getur það jafnvel verið enn síðar.

 

Munur á moxa og reyklausu moxa
Hægt er að fá upprunarlegu mugwort jurtina og kemur þá meiri reykur og oft mikil lykt sem ekki öllum líkar við. Einnig er hægt að fá reyklaust moxa sem er oft hentugra fyrir þá sem vilja ekki að moxa lyktin festist í fötum og inni á stofum/heimilum.

Reyklaust moxa er kolefnisþjappað moxa (carbonized moxa). Moxa unnið með þeim hætti minnkar reykinn um 95%, þannig að þrátt fyrir nafnið „reyklaust moxa“ þá kemur lítilsháttar reykur.

 

Rannsóknir
Niðurstöður rannsókna eru misvísandi en almennt er „moxibustion“ eða „moxa“ talin vera áhættulaus og árangursrík aðferð til að stuðla að því að fóstur í sitjandastöðu snúi sér í höfuðstöðu.

Heimildir
Giovanni Maciocia, ObsAtetrics & Gynecology in Chinese Medicine (1998)
Debra Betts, The essential guide to Acupuncture in Pregnancy & Childbirth


 

Aldís Sigríður Sigurðardóttir
Nálastungusérfræðingur BSc