Contact me

Hafa samband

 

         

123 Street Avenue, City Town, 99999

(123) 555-6789

email@address.com

 

You can set your address, phone number, email and site description in the settings tab.
Link to read me page with more information.

Nálastungur á meðgöngu

Fréttir

Fréttir sem við koma Akupunktur / Nálastungum 

Aldísi S. Sigurðardóttur
Sérfræðing í Akúpunktur / Nálastungum
BSc Hons, Li.Ac. OMBAcC.

Nálastungur á meðgöngu

Aldis S Sigurdardottir

Ég fæ oft spurningar um nálastungur á meðgöngu: er það öruggt? hvenær á meðgöngu má koma í nálastungur? er það vont? o.s.frv. 
Þar sem vinsældir nálastungna á meðgöngu eru að aukast með ári hverju þá gaf ég út bækling sem útskýrir í stuttu máli hvað mismunandi nálastungumeðferðir fela í sér og svara algengum spurningum. Texta bæklingsins má sjá hér að neðan. Einnig er velkomið að mæta í 9 mánuði og ná sér í bækling eða senda mér póst á aldis@9manudir.is eða hafa samband í síma 766 9900 :)

 

Akúpunktur/Nálastungur
Lífstíll fólks nú til dags er oft á tíðum hraður og streituvaldandi. Þessi streita getur komið okkur úr náttúrulegu jafnvægi og skaðað orku- og blóðflæði líkamans sem getur leitt til líkamlegra og andlegra kvilla.
Akúpunktur / Nálastungur er eitt af elstu kerfum lækninga í heiminum og er aðferðin notuð til að ná jafnvægi líkamlegrar og andlegrar heilsu. Meðferðin felst í því að nota örþunnar, einnota, sótthreinsaðar nálar og er þeim stungið í sérvalda punkta um líkamann til að hafa áhrif á qi (orku líkamans) okkar.

Nálastungur á meðgöngu
Vinsældir nálastungna á meðgöngu hafa aukist verulega síðustu ár, hvort sem það er til að hjálpa þeim sem kljást við ófrjósemi, líkamlega og andlega kvilla á meðgöngu, við fæðinguna sjálfa eða eftirfylgd eftir fæðingu.

Undirbúningsmeðferð
Undirbúningsmeðferð er ekki það sama og gangsetning með nálum. Hún felur í sér sérstakar samsetningar nálastungupunkta til að undirbúa líkamann fyrir fæðingu. Mælt er með því að koma í slíka meðferð frá viku 36-37 til að undirbúa líkamann í að fara sjálfur af stað þegar tími er kominn fyrir fæðingu að hefjast.

Gangsetning
Samkvæmt austurlenskum lækningum, hefjast hríðir á náttúrulegan máta þegar orka og blóð flæða um líkamann án fyrirstöðu; legvatnið fer, leghálsinn opnast jafnt og þétt, barnið færir sig niður fæðingarveginn og vel heppnuð fæðing á sér stað. Þegar ójafnvægi er til staðar er talið að það séu festur og spenna sem þarf að losa til að fæðingin gangi sem skyldi. Mikilvægt er að móðirin sé tilbúin að takast á við fæðingaferlið og hafa vissir nálastungupunktar verið notaðar til þess að hjálpa við losun á þessum festum og spennu, næra móðurina og hvetja líkamann inn í náttúrulegt fæðingaferli.

Í fæðingu
Hægt er að notast við nálastungur til þess að hjálpa við m.a. víkkun legháls, örva gang barnsins niður fæðingarveginn og draga úr verkjum sem fylgja fæðingarferlinu. Sú örvun er oft nægjanleg til þess að ná flæði fæðingar á réttan kjöl.

Eftir fæðingu
Nálastungur eftir fæðingu geta verið mikilvægar til þess að reyna að hindra að frekari kvillar komi upp. Fyrstu 30 og allt upp í 100 daga eftir fæðingu fara í það að auka orku móðurinnar. Fæðingarferlið reynir á líkamlegt og andlegt kerfi móðurinnar svo að þörf er á hvíld ásamt því að efla og rétta af orku- og blóðflæði líkamans. Yfirleitt er mælt með því að koma einu sinni í viku í 2-3 vikur í meðferð eftir fæðingu.
 

Kvillar á meðgöngu

Nálastungur hafa verið notaðar til að meðhöndla ýmsa fylgikvilla sem geta komið upp á meðgöngu:

· Ógleði
· Háan blóðþrýsting
· Kvíða
· Þreytu
· Hægðatregðu
· Eymsli í brjóstum
· Mígreni
· Hausverk
· Bakverk
· Liðverki
· Brjóstsviða
· Síþreytu
· Grindarverki
· Æðahnúta
· Yfirvofandi fæðingarkrampa
· Örvun til fæðingar
  og fleira


Algengar spurningar

Hvernig virka nálastungur?
Nálastungur efla virkni líkamans með því að örva nálastungupunkta sem eru staðsettir um allan líkama. Þetta hvetur líkamann til að einblína á að laga þá staði þar sem vandamál ríkir, losa um festur og spennu með því að veita afslöppun og rétta við orku- og blóðflæði.

Eru nálastungur öruggar á meðgöngu?
Já, nálastungur eru örugg leið til að bæta heilsu með litlar eða engar aukaverkanir, ef þær eru framkvæmdar af sérmenntuðum fagaðila sem þekkir hvaða punktar eru öruggir og hverja á að forðast.

Hvernig eru nálastungunálar?
Notaðar eru örþunnar, einnota, sótthreinsaðar nálar sem er svo fargað á öruggan hátt í samræmi við lög og reglugerðir.

Hvernig er tilfinningin?
Flestir finna fyrir slökun þegar farið er í nálastungur. Skjólstæðingar lýsa nálastungunum oft sem seiðing, vægum straum eða þunga tog-tilfinningu. Þegar fundið er fyrir þessum skynhrifum er það staðfesting um að rétt svæði hafi verið örvuð til lagfæringar.

Er það vont?
Nálastungunálar eru 25-50 sinnum þynnri en sprautunálar. Lítil sem engin tilfinning er við innsetningu nálanna, þegar nálin hittir réttan stað kemur seiðingur eða straumtilfinning í örskamma stund sem hverfur síðan snöggt aftur og afslöppunartilfinning kemur í staðin.

Hvað gerist í fyrstu heimsókn?
Fyrsti tíminn er um 80 mínútur. Þá ræðir meðferðaraðilinn við þig í stutta stund, farið er yfir sjúkrasögu og síðan er fyrsta nálastungumeðferðin framkvæmd. Endurkomutími er 50 mínútur.

Ath.
Þó að farið sé í nálastungur skal aldrei sleppa tíma hjá lækni eða ljósmóður.