Contact me

Hafa samband

 

         

123 Street Avenue, City Town, 99999

(123) 555-6789

email@address.com

 

You can set your address, phone number, email and site description in the settings tab.
Link to read me page with more information.

Akupunktur, Cupping ofl.

Upplýsingar um auka meðferðir sem fylgir oft  Akupunktur / Nálastungum

Aldísi S. Sigurðardóttur
Sérfræðing í Akúpunktur / Nálastungum
BSc Hons, Li.Ac. OMBAcC.

Akúpunktur/Nálastungur og fylgimeðferðir

Á okkar tímum hefur stress, lífsstíll og líkamlegt og andlegt álag komið ójafnvægi á okkar náttúrulega jafnvægi. Þetta veldur því að orkuflæði líkamans skaddast sem leiðir oft til líkamlegra og andlegra kvilla.

 
Nálastungur                             Tui Na nudd                             Cupping                             Guasha                             Moxibustion
 

Akupunktur / Nálastungur

Akúpunktur / nálastungur er eitt af elstu kerfi lækninga í heiminum og er aðferðin notuð til að ná jafnvægi á líkamlega og andlega heilsu. Meferðin felst í því að nota örþunnar, einnota, sótthreinsaðar nálar og er þeim stungið í sérvalda punkta um líkamann til að hafa áhrif á qi (lífsorku) okkar.

Akúpunktur / nálastungum er beitt við smávægilegum vandamálum jafnt sem alvarlegum veikindum og hefur reynst vel við meiðslum. Einnig fer fólk í akúpunktúr til að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu, sérstaklega þegar álagstímar eru framundan.

Í kínverskum lækningum er litið á einstaklinginn og líkamann sem eina heild og með því að skoða ítarlega heilsu sjúklings og nota greiningarkerfi kínverskra læknisfræða er komið auga á rót vandans. Með því að hafa áhrif á rót vandans virkjum við líkamann og minnum hann á hvernig hann getur tekist á við vandamálið sem er til staðar. Þannig náum við jafnvægi og náum betri líkamlegri og andlegri heilsu.

 
tuina.jpg
cupping (1).jpg
moxa3.jpg
gua-sha.jpg
 
 
acupuncture.jpg
 

Tui Na nudd

Notað til þess að losar um vöðvaspennu. Notaðir eru lófar, þumlar, fingur og olbogar til að fara eftir nálastungurásum líkamans. Þrýst er síðan á nálastungupunkta til að örva virkni líkamans að losa um spennu á tilteknum stöðum.

 

Cupping

Við cupping er myndað lofttæmi í ávölum krukkum og lagt á húðina. Það myndar sog sem lyftir undirliggjandi vefjum og losar þá um festur sem hafa myndast í líkamanum. Þetta örvar blóðflæði, léttir á sársauka hjálpar við afeitrum likamans og hjálpar líkamanum að ná aftur jafnvægi. Endilega hafið samband ef þið hafið fleiri spurningar

 

Moxibustion (Moxa)

Meðferðarúrræði þar sem jurt (eða hitalampi) er notuð til að hita og slaka á vöðvum. Jurtin er annað hvort lögð á nálastungupunkta eða henni haldið rétt fyrir ofan húðina og færð eftir orkubrautunum. Meðferðinni er oft lýst sem hlýrri og róandi tilfiningu.

 

Gua Sha

Ávölu verkfæri er strokið eftir húðinni til að mynda þrýsting á verkjastaði og losa um stífa vöðva.